Upphafið

Vertu með okkur

Velkomin

Við erum svo glöð að þú ert hér! Vegferðin með Guði er ævilangt ævintýri og við hlökkum svo til að kynnast þér. Hérna eru leiðir til að byrja vegferð þína.

NÝLIÐAFUNDIR
Ertu ný/r í Catch The Fire? Viltu vita meira um kirkjuna okkar? Komdu og hittu leiðtogana á fundi. Þar kasta þeir hugsjóninni, tala um gildin og segja hvert við stefnum sem kirkja. Þessir fundir er á mánaða fresti.  Skráðu þig á næsta fund hér fyrir neðan.
NIÐURDÝFINGARSKÍRN
Hvað er niðurdýfingarskírn? Við trúum því að allir trúaðir eigi að taka niðurdýfingarskírn. Það er ekki nauðsynlegt til að frelsast heldur er það verk sem sýnir vilja þinn að lifa nýju lífi með Guði. Þetta er gert opinberlega. Ef þú átt trú og vilt taka niðurdýfingarskírn hjá okkur þá getur þú skráð þig í skírn hér fyrir neðan.
UMBREYTING 1, 2 og 3
Páll talar um það í Rómverjabréfinu tólfta kafla að við eigum ekki að fylgja háttsemi heimsins. Heldur eigum við að láta umbreytast með nýju hugarfari og læra svo að skilja hver sé vilji Guð; það góða, fagra og fullkomna. 
Umbreytingarnámskeiðin okkar eru lífbreytandi helgarnámskeið sem miða að því að hjálpa okkur að lifa gildi Catch The Fire hreyfingarinnar.
Ef þú vilt vita meira um okkur eða ef þú vilt hlaupa með okkur þá er þetta algert möst fyrir þig.

Námskeiðin eru í kennsluformi með fyrirbæn og grúppum.
UPPHAFSPUNKTUR
Allt byrjar þetta einhversstaðar. Allt á sér upphaf. Öll okkar komu á sama hátt inn í þennan heim. Allir koma einnig í samfélag við Jesú á sama hátt. Upphafspunkturinn þinn er augnablikið þar sem allt breytist. 
Þessi kennsla er opin öllum sem vilja fræðast meira um hvað gerist þegar ég eignast lifandi trú. Þessi trú er grunnurinn að því að vera lærisveinn Jesú. Kennslunni er skipt upp í fjóra parta og þér er velkomið að koma inn á hvaða stað sem er. 
  1. Ný byrjun
  2. Sterkur grunnur
  3. Nýr raunveruleiki
  4. Barátta sem þú getur sigrað
Þessar kennslur leggja gríðarlega mikilvægan grunn á göngunni þinni með Kristi. Aðalatriðin eru: 
  • Frelsisverkið
  • Trú og fullvissa
  • Brauðsbrotning
  • Kraftur Heilags anda
  • Reynslutími
Skráðu þig í fræðsluna hérna að neðan.

Contact Us

Share by: